Hjálp og aðstoð ALGENGAR SPURNINGAR

SKILMÁLAR

SKILMÁLAR

Hvað er VIN-númer?

VIN stendur fyrir verksmiðjunúmer ökutækis (Vehicle Identifier Number), sérstakt númer fyrir hvert ökutæki. Finna má þitt VIN í skráningargögnum ökutækis þíns, eða á bak við framrúðu ökutækisins.

Efst

Hvað er orkusparnaður?

Orkusparnaður endurspeglar hlutfallið á milli akstursfjarlægðar og orkunotkunar. Því fleiri kílómetrar á hvert kWh og færri kWh á hvern kílómeter því meiri er orkusparnaðurinn.

Efst

Hvað eru Eftirlæti? (Upplýsingastraumar)

Með þessari aðgerð getur þú fengið aðgang tafarlaust að upplýsingastraumum á borð við akstursáætlun.

Efst

Hvað er ferð?

Ferð stendur fyrir ferðalag allt frá því bíllinn er ræstur og þar til slökkt er á honum. Ein ferð er eitt ferðalag.

Efst

Hvað er vistvænt tré?

Það sem við köllum tréð birtist í vistvæna vísinum. Þannig sýnum við fram á framlag þitt til vistvæns aksturs.

Efst

MÆLIEINING

MÆLIEINING

Hvernig get ég skipt úr mílum í kílómetra?

Mælieiningin er uppsett í samræmi við það land sem þú skráðir ökutækið í. Hún endurspeglast á netinu, í farsímaforritum þínum, í tölvupóstum þínum og upplýsingastraumum.

Efst

Reikningsuppsetning

Reikningsuppsetning

Hvert er notendanafnið mitt?

Notandaauðkenni þitt er netfangið þitt. Ef þú notar oft önnur netföng skaltu leita að upprunalega You+Nissan-staðfestingartölvupóstinum í pósthólfunum þínum.

Efst

Hvað ef ég gleymi notandanafninu mínu?

Notandanafnið þitt er netfangið þitt. Ef þú notar oft önnur netföng skaltu leita að upprunalega You+Nissan-staðfestingartölvupóstinum í innhólfinu þínu.

Efst

Hvað ef ég gleymi lykilorðinu mínu?

Vinsamlegast smelltu á "Gleymt lykilorð?" á forsíðu You+Nissan og fylgdu leiðbeiningunum.

Efst

Hvernig athuga ég hvort bíllinn er nettengdur?

Bíllinn þinn notast við farsímanet til að komast inn í „Tengda þjónustu“ Nissan (NissanConnect Services). Ef þú átt í erfiðleikum með að fá staðfestingu á eignarhaldi þínu kann að vera að þú sért á svæði þar sem netsamband er lélegt. Þú getur reynt að fara á stað þar sem er betra netsamband og endurtekið eignarhaldsathugunina þar.

Til að athuga nettenginguna í bílnum fylgir þú skrefunum hér að neðan:

  1. Ýttu á START/STOP-hnappinn til að ræsa vélina.
  2. Á skjá stjórnkerfisins finnurðu táknið fyrir nettengingu.
  3. Ef táknið er með 1 eða fleiri stikur er nettengingin nógu sterk.
  4. Ef engar stikur eru sýnilegar dugar nettengingin ekki. Ef svo er þarftu að aka bílnum á annað opið svæði.

Efst

Hvernig lýkur ég eignarhaldinu?

Til að tryggja að „Tengd þjónusta“ sé notuð af þér og engum öðrum er NissanConnect EV með sitt eigið eignarhaldseftirlit, sem er ákveðið ferli.

Þegar þú hefur smellt á „Hefja eignarhaldseftirlit“ hefur þú 60 sekúndur til að klára öll nauðsynleg skref sem eru talin upp hér.

  1. Farðu í bílinn.
  2. Ýttu á START/STOP-hnappinn til að ræsa vélina.
  3. Bíddu í 1 mínútu.
  4. Ýttu á START/STOP-hnappinn til að stöðva vélina.

Efst

INNSKRÁNING

INNSKRÁNING

Af hverju skráir kerfið mig sjálfkrafa út þó ég hafi ekki gert það sjálf/ur?

Hugsanlegt er að innskráning hafi farið fram í annarri stöð eða vefsíðuskjá með sama auðkenni. Ef sama auðkennið er notað til innskráningar í gegnum mismunandi skjái eða tæki fer sjálfvirk útskráning fram frá fyrri skjá.

Efst

Get ég skráð mig inn á marga skjái eða tæki með sama auðkenni?

Því miður er það ekki hægt. Ef sama auðkennið er notað til innskráningar í gegnum mismunandi skjái eða tæki er sjálfvirk útskráning framkvæmd á fyrri skjá.

Efst

GÆLUNAFN

GÆLUNAFN

Hvernig er gælunafnið mitt notað?

Gælunafnið þitt er notað til að finna ökutækið þitt í svæðisbundinni og hnattrænni vistvænni samkeppni.

Efst

NETFANG

NETFANG

Af hverju fæ ég enga tölvupósta þó ég hafi sett upp stillingar fyrir tölvupóst?

Vinsamlegast kannaðu stillingar fyrir tilkynningar á tölvupósti í hlutanum stillingar Tengdrar þjónustu/Tilkynningar.

Efst

FJARSTÝRINGAR

FJARSTÝRINGAR

Ég get ekki ræst fjarhleðslu.

Ef hleðslusnúran er ekki tengd á viðeigandi hátt þá virkar fjarhleðsla ekki. Hún virkar heldur ekki þegar kveikt er á aflrofa ökutækisins eða ef þú ert á svæði sem er utan þjónustu.

Efst

Get ég stöðvað fjarhleðslu úr tölvu eða farsíma?

Því miður getur þú ekki stöðvað fjarhleðslu úr tölvu eða farsíma. Ef þú vilt stöðva hana verður þú að fjarlægja snúruna.

Efst

Hvenær stöðvast fjarhleðsla?

Hún stöðvast sjálfkrafa þegar rafhlaðan er fullhlaðin. Hún stöðvast einnig þegar snúran er fjarlægð eða kveikt er á aflrofa ökutækisins.

Efst

Get ég hafið hraðhleðslu úr tölvu eða farsíma?

Því miður er það ekki hægt. Fjarhleðsla er aðeins í boði fyrir hefðbundna hleðslu.

Efst

Get ég stöðvað fjarstýringu fyrir hitastilli frá skjáborði eða farsíma?

Já, þú getur stöðvað hitastilli með því að nota stjórnborð Tengdrar þjónustu.

Efst

Af hverju get ég ekki ræst fjarstýringu fyrir hitastilli?

Ef hleðslusnúra er ekki tengd á viðeigandi hátt eða hleðsla rafgeymis er lítil þá virkar ekki fjarstýring fyrir hitastilli. Hún virkar heldur ekki þegar kveikt er á aflrofanum eða ef þú ert á svæði sem er utan þjónustu.

Efst

Hvenær stöðvast fjarstýring fyrir hitastilli?

Hún stöðvast eftir að hámarki tvær klukkustundir með hleðslusnúru. Eftir að hámarki 15 mínútur án hleðslusnúru hættir fjarstýring fyrir hitastilli að nota afl úr rafgeymi. Hún stöðvast einnig þegar snúran er fjarlægð eða kveikt er á aflrofa ökutækisins.

Efst

Get ég stillt hitastigið með fjarstýringu fyrir hitastilli?

Því miður er það ekki hægt. Það hitastig sem þú valdir í stillingum fyrir fjarhitun er það sem gildir.

Efst

Get ég hafið fjarhleðslu á meðan fjarstýring fyrir hitastilli er í gangi?

Já. Í fjarhleðsla og fjarhitun geta verið í gangi samtímis.

Efst

Get ég ræst fjarstýringu fyrir hitastilli á meðan hleðsla fer fram?

Já. Í fjarhitun og fjarhleðsla geta verið í gangi samtímis.

Efst

Verður hleðslustaða tilkynnt jafnvel þó um hraðhleðslu sé að ræða?

Já, hún fær einnig tilkynningu þegar hraðhleðslu lýkur eða er stöðvuð.

Efst

Við hvaða aðstæður, aðrar en þær að hleðslu sé lokið, er hleðslustaða tilkynnt?

Tilkynning berst þegar hleðslusnúran er fjarlægð eða ef rafmagnsleysi á sér stað.

Efst

Hvernig stilli ég hitastig fyrir fjarhitun?

Þú getur gert það í bílnum: Ýttu á Zero Emission takkan > Stillingar > Tímastillir/Fjarstýring – Stilla hitastig

Efst

Get ég stillt tímastilli á meðan hitastillir er í gangi?

Þó kveikt sé á hitastilli má stilla tímastilli þannig að hann verði virkur að nýju síðar. Þetta mun ekki stöðva núverandi uppsetningu hitastillis.

Efst

Get ég stillt marga tímastilla?

Aðeins er hægt að stilla einn tímastilli í einu. Ef þú býrð til nýjan tímastilli þegar fyrirliggjandi tímastillir er stilltur ógildir nýi tímastillirinn þann fyrri og kemur í stað hans.

Efst

AKSTURSSKRÁR

AKSTURSSKRÁR

Uppgefin akstursfjarlægð er ólík raunveruleikanum.

Þetta er fjarlægðin eftir að þú slóst inn notandaauðkenni þitt og lykilorð. Hún kann að vera ólík þeirri sem birtist í ökutækinu.

Efst

Hvernig reiknið þið út CO2-sparnað?

Við vitum að við getum dregið úr losun koltvísýrings þegar 100% rafmagnsökutæki er ekið. Losun koltvísýrings þegar sama vegalengd er ekin á NISSAN PULSAR, samsvarandi stærð ICE-ökutækis, er reiknuð.

Efst

MINN AKSTURSSTÍLL

MINN AKSTURSSTÍLL

Hvernig er einkunin sett upp?

Við setjum einkunina upp í samræmi við hve fjarri niðurstaðan er meðaltalinu. Meðaleinkunin er 3.

Efst

Hve margar skrár eru birtar?

Þú getur séð síðustu fimm akstursskrár á vefsvæðinu fyrir farsíma. Ef þú vilt skoða fleiri notar þú vefsvæðið fyrir tölvur.

Efst

HERMUN Á RAFMAGNSNOTKUN

HERMUN Á RAFMAGNSNOTKUN

Hvernig reiknið þið út CO2-sparnað?

Við göngum út frá að við getum dregið úr losun koltvísýrings þegar 100% rafmagnsökutæki er ekið. Losun koltvísýrings þegar sama vegalengd er ekin á NISSAN PULSAR, samsvarandi stærð ICE-ensínökutækis, er reiknuð.

Efst

Af hverju eru birtar niðurstöður ólíkar raunverulegum niðurstöðum?

Raunverulegt verð fyrir rafmagnsnotkun er mismunandi á milli samninga. Það veltur einnig á klukkustundum. Þú skalt aðeins nota þessa þjónustu til leiðbeiningar.

Efst

SVÆÐISBUNDIN UPPRÖÐUN

SVÆÐISBUNDIN UPPRÖÐUN

Hvernig raðið þið niður í flokkana Platína, Gull, Silfur og Brons?

Uppröðunin er byggð á listanum fyrir mánaðarlegan meðalorkusparnað. Platína: efstu 20% Gull: efstu 20-50% Silfur: 50-80% Brons: minna en 80%"

Efst

Núna er september, af hverju er uppröðunin fyrir ágúst enn birt?

Þegar gögnum fyrir september er hlaðið upp í gagnamiðstöðina getur þú séð uppröðunina fyrir september við næstu innskráningu. Þar sem uppröðunin er metin einu sinni á dag skaltu fara aftur inn degi eftir að gögnum er hlaðið upp.

Efst

UPPRÖÐUN Á HEIMSVÍSU

UPPRÖÐUN Á HEIMSVÍSU

Hver er munurinn á mánaðarlegri, vikulegri og daglegri uppröðun?

Skilgreiningin er eftirfarandi. Mánaðarleg: Uppröðun byggð á gildi sem reiknað er mánaðarlega. Uppsafnað gildi er sýnt. Aðeins orkusparnaður táknar meðalgildi. Nýja gildið er reiknað í næsta mánuði. Talan er uppfærð á hverjum degi svo þú getir séð framvin

Efst

Það eru þrjár tegundir af uppröðun skjáborðssvæðinu: mánaðarlega, vikulega og daglega. Hvað er aðgengilegt í upplýsingastraumum?

Dagleg uppröðun er í boði.

Efst

Af hverju sé ég ekki uppröðun á heimsvísu þó ég hafi skráð mig fyrir slíku?

Ef akstursgögn eru ekki uppfærð í fleiri en sjö daga eru þau ekki reiknuð fyrir daglega uppröðun. Tveir dagar líða þar til akstursgögn birtast.

Efst

Fyrir hvað stendur tré-táknmyndin?

Stærð tré-táknmyndarinnar stendur fyrir fenginn fjölda vistvænna trjáa á þremur svæðum (Norður-Ameríku, Evrópu og Japan).

Efst

Hvernig reiknið þið út CO2-sparnað?

Við göngum út frá að við getum dregið úr losun koltvísýrings þegar 100% rafmagnsökutæki er ekið. Losun koltvísýrings þegar sama vegalengd er ekin á NISSAN PULSAR, samsvarandi stærð ICE-bensínökutækis, er reiknuð.

Efst

VISTVÆNN SKÓGUR HEIMSINS

VISTVÆNN SKÓGUR HEIMSINS

Fyrir hvað stendur tré-táknmyndin?

Stærð tré-táknmyndarinnar stendur fyrir fenginn fjölda vistvænna trjáa á þremur svæðum (Norður-Ameríku, Evrópu og Japan).

Efst

Hvernig reiknið þið út CO2 sparnað?

Við göngum út frá að við getum dregið úr losun koltvísýrings þegar 100% rafmagnsökutæki er ekið. Losun koltvísýrings þegar sama vegalengd er ekin á NISSAN PULSAR, samsvarandi stærð ICE-bensínökutækis, er reiknuð.

Efst

INNSKRÁNING ÚR FARSÍMA

INNSKRÁNING ÚR FARSÍMA

Hvað er Muna eftir mér?

Þegar þú hefur sett Muna eftir mér upp þarftu ekki að slá inn notandaauðkenni þitt og lykilorð í hvert sinn. Þessi þjónusta er aðeins í boði í gerðum með upphleðsluaðgerð fyrir sérstakar auðkenniupplýsingar.

Efst

Hvernig set ég Muna eftir mér upp?

Vinsamlegast settu það upp af innskráningasíðu notanda. Þessi þjónusta er aðeins í boði í gerðum með upphleðsluaðgerð fyrir sérstakar auðkenniupplýsingar.

Efst

VIÐHALDSTILKYNNINGAR

VIÐHALDSTILKYNNINGAR

Hvað eru viðhaldstilkynningar?

Viðhaldstilkynningar birtast í stjórnborðinu þínu í samræmi við hefðbundnar viðhaldstímasetningar, byggt á eknum kílómetrum. Þær eru aðeins til leiðbeiningar og ættu ekki að koma í stað þess að fylgja skilgreindri þjónustuáætlun þinni byggðri á tíma eða k

Efst

Hvað ætti ég að gera þegar mér birtast viðhaldstilkynningar?

Þú ættir að hafa samband við söluaðilann og panta tíma í skoðun.

Efst

FINNA BÍLINN MINN

FINNA BÍLINN MINN

Staðsetning ökutækis míns sem FINNA BÍLINN MINN veitir er röng. Hvernig get ég fengið rétta staðsetningu?

FINNA BÍLINN MINN virkar ekki ef ökutækinu er lagt neðanjarðar eða á svæði þar sem ekkert net er að finna.

Efst