Hjálp og aðstoð ALGENGAR SPURNINGAR

Almennt

Almennt

Hvað er NissanConnect?

NissanConnect er nýtískulegt og samofið hljóð-, leiðsagnar- og fjarskiptakerfi sem tengist snjallsíma þínum og bætir upplifun þína undir stýri og lágmarkar truflun. NissanConnect er stjórnað í gegnum stóran skjá sem er miðsvæðis á mælaborðinu. Það er í boði með hljóðstreymi, leiðsögn, úrvali af vinsælum öppum fyrir snjallsíma og ýmsu fleiru.

Efst

Fela allt

Hvað hefur verið uppfært ef miðað er við núverandi NissanConnect?

Nýja NissanConnect-kerfið er með sjö tommu snertiskjá í lit með eiginleika á borð við aksturs- og leiðsagnaraðstoð sem veitir ökumanni stuðning við alls konar umferðaraðstæður, samþættingu appa í snjallsíma sem bæta akstursupplifunina og stafræna hljóðupplifun, þar á meðal DAB (e. Digital Audio Broadcast).

Efst

Fela allt

Hvaða þjónusta býðst í tengslum við þetta?

Nýja NissanConnect-kerfið hefur fulla snjallsímasamþættingu sem veitir aðgang að miklu úrvali af streymdri tónlist, samfélagsmiðlum, skemmtun og ferðasnjallforritum. NissanConnect er einnig með Google tengda senda-í-bíl-aðgerð (gerir notendum kleift að senda gervihnattarleiðsögn til ökutækis í gegnum síma) og tafarlausar upplýsingar um eldsneytisverð, hótel, veitingastaði og aðra áhugaverða staði. NissanConnect er einnig með raddgreiningu, Bluetooth-hljóðstreymi og samþættingu snjallsíma sem og Aux-in-tengi og USB-raufar.

Efst

Fela allt

Hvernig virkar NissanConnect-app?

Það tengir snjallsíma þinn við ökutæki þitt og veitir þér öpp, eiginleika og þjónustu sem þú getur sérsniðið fyrir Nissan-ökutæki þitt.

Efst

Fela allt

Af hverju ætti ég að skrá mig fyrir þjónustu NissanConnect-app í ökutæki ef ég hef öppin þegar í símanum mínum?

NissanConnect-snjallforrit í ökutækinu hafa verið hönnuð fyrir ökumenn ökutækja. Snjallforritin munu birtast á snertiskjá ökutækisins sem gerir auðvelt og öruggt að nota þau. Þér er núna kleift að njóta snjallforritanna þinna á öruggan hátt á ferðalaginu og í ökutækinu.

Efst

Fela allt

Hvernig get ég séð hvort ég hafi nýjustu útgáfuna af NissanConnect-appinu?

Farðu í iTunes App Store eða Google Play Store til að ganga úr skugga um að þú sért með nýjustu útgáfuna. Þú færð sjálfkrafa tilkynningu í snjallsíma þinn ef uppfærsla stendur til boða

Efst

Fela allt

Hvað er í boði í gegnum heimasíðu NissanConnect?

NissanConnect-heimasíðan gerir þér kleift að gerast áskrifandi að og stjórna öppum þínum. Hún birtir einnig þjónustuskilmálana og stefnu okkar um persónuvernd.

Efst

Fela allt

Ég á Blackberry-/Windows-síma. Get ég notað NissanConnect-app?

Þessa stundina er NissanConnect-app í boði fyrir síma með Apple- og Android-stýrikerfi.

Efst

Fela allt

Þarf maður áskrift til að nýta sér NissanConnect?

Ökutækinu fylgir 2 ára áskrift fyrir NissanConnect-þjónustu án endurgjalds. Samþykki eiganda er nauðsynlegt til að virkja hana. Þegar endurgjaldslausa tímabilinu er lokið getur þú framlengt áskrift þína.

Efst

Fela allt

Á hvaða markaðssvæðum verður þessi tengda þjónusta í boði?

Boðið verður upp á þjónustuna í flestum löndum Evrópu (Þýskalandi, Sviss, Tékklandi, Bretlandi, Portúgal, Spáni, Írlandi, Ítalíu, Belgíu, Frakklandi, Lúxemborg, Hollandi, Ungverjalandi, Póllandi, Slóvakíu, Austurríki, Kýpur, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Lettlandi, Litháen, Noregi, Svíþjóð, Rússlandi, Albaníu, Bosníu og Hersegóvínu, Búlgaríu, Króatíu, Grikklandi, Íslandi, Kósóvó, Makedóníu, Möltu, Moldavíu, Svartfjallalandi, Rúmeníu, Serbíu, Slóveníu, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi)

Efst

Fela allt

Tenging síma

Tenging síma

Styður NissanConnect-app við marga síma og ökumenn?

Já, þú getur haft mismunandi farsímatæki tengd í gegnum Bluetooth®. Forgangsröðun tenginga fer hins vegar eftir því í hvaða röð sími var paraður við ökutækið. [*] Athugið: Ef þú vilt tengja Android-síma í gegnum Bluetooth eftir að hafa tengt iPhone ættir þú að aftengja USB-snúruna áður en tenging fer fram.

Efst

Fela allt

Hvernig tengi ég snjallsímann minn við NissanConnect-kerfið?

Ef þú tengir iPhone® við NissanConnect-kerfi sem búið er leiðsögn þarftu að tengjast með USB-snúru. [*] Annars skaltu tengja snjallsíma þinn í gegnum Bluetooth®. [*]

Efst

Fela allt

Hleður iPhone® sig þegar hann er tengdur með snúrunni?

Hvernig veit ég hvort snjallsíminn minn er samrýmanlegur NissanConnect-app?

Vinsamlegast farðu inn á heimasíðu Nissan til að sjá lista yfir samrýmanlega snjallsíma

Efst

Fela allt

Nýta NissanConnect-öpp sér gagnamagn snjallsíma míns?

Já, NissanConnect-öpp nýta sér gagnamagnið til að fá aðgang að efni og þjónustu sem öppin í ökutækinu sem þú notar krefjast. Hefðbundið verð fyrir gagnaflutning á við.

Efst

Fela allt

Af hverju þarf ég að nota snúru til að tengja iPhone minn?

Stýrikerfi Apple styður ekki við fullt svið Bluetooth® tengigetu.

Efst

Fela allt

Fyrir hvaða aðgerðir þarf iPhone® að vera tengdur með snúru?

Hann verður að vera tengdur með USB-snúru til að hægt sé að nota NissanConnect-app eða spila tónlist sem geymd er á tækinu þínu. [*]

Efst

Fela allt

Hvaða símagögn birtir NissanConnect ef tveir eigendur með tengda snjallsíma eru í sama ökutæki?

Þegar NissanConnect ber kennsl á tvo Bluetooth® tengda snjallsíma fær sá sími forgang sem þú tilgreindir með meiri forgang.

Efst

Fela allt

Notkun

Notkun

Hvað verður um virka appið þegar símhringing truflar það?

Bluetooth hringingar hnekkja öllum hljóðmiðlum, þar á meðal öppum. Kerfið fer aftur í appið, sem var virkt, þegar tekið var á móti hringingunni.

Efst

Fela allt

Get ég búið til merka skoðunarstaði með þjónustubeiðnum Google?

Nei, þessa stundina heimilar NissanConnect aðeins eitt þjónustusímtal í einu.

Efst

Fela allt

Get ég streymt Bluetooth hljóð ef NissanConnect-kerfið mitt er virkjað?

Já, ef sími þinn styður Bluetooth Streaming Audio virkar það hugsanlega í NissanConnect en stjórntæki ökutækisins verða þá mjög takmörkuð. Ef NissanConnect-app er notað til að streyma eftirlætis hljóðöppin verður hægt að nýta til fulls eiginleikana, skoða upplýsingar og albúmlistaverk.

Efst

Fela allt

Er gagnamagnið umtalsvert? Hefur það ekki í för með sér mikinn reikikostnað?

Gagnanotkun er mjög svipuð því að vafra um samskiptamiðla í snjallsíma. Því eru gjöld fyrir gagnanotkun áþekk en slíkt er háð farsímasamningi viðskiptavinarins við farsímafyrirtæki.

Efst

Fela allt

Er takmarkað hversu oft ég get nýtt mér þjónustuna?

Nei, ekki sem stendur. Ókeypis prufutímabil NissanConnect inniheldur ótakmarkaða notkun.

Efst

Fela allt

Get ég aðeins notað skilríki NissanConnect í ökutæki vinar eða í leigðu ökutæki?

Nei, skilríkin þín eru aðeins til notkunar í ökutækinu.

Efst

Fela allt

Notar NissanConnect taltíma minn undir farsímasamningi mínum?

Nei, NissanConnect notar ekki Data-Over-Voice. Það flytur gögn með því að nota 3G gagnamagn síma þíns frá farsímaþjónustuveitu þinni.

Efst

Fela allt

Úrræðaleit

Úrræðaleit

Ég hef slegið inn NissanConnect notandaauðkenni/lykilorð mitt en fæ villuskilaboðið „notandanafn og lykilorð er ekki lengur hægt að nota“. Hvað á ég að gera?

Vera kann að NissanConnect notandaauðkenni/lykilorð hafi verið slegið inn í mörgum ökutækjum og aðgangurinn sé læstur. Vinsamlegast hringdu í þjónustuver Nissan til að fá aðstoð.

Efst

Fela allt

Ég hef slegið inn NissanConnect notandaauðkenni/lykilorð mitt en fæ skilaboðin „ökutæki er þegar í notkun hjá öðrum notanda“. Hvað á ég að gera?

Þú ert að reyna að virkja útvarp sem áður hefur verið virkjað - t.d. notað ökutæki eða útvarp sem hefur verið áður virkjað af öðrum notanda. Vinsamlegast hringdu í þjónustuver Nissan til að leysa úr þessum vanda.

Efst

Fela allt

Hví er þjónusta ekki í boði á mínu svæði?

Ekki er öll þjónusta í boði í öllum löndum.

Efst

Fela allt

Af hverju hættir NissanConnect-appþjónustan stundum að virka?

NissanConnect-app krefst stöðugrar Internettengingar. Vera kann að þú sért að aka í gegnum svæði þar sem farsímaþjónustuveitandinn er ekki með öflugt gagnamerki. Ef merkið er ekki öflugt getur verið að þú missir samband öðru hverju og sum NissanConnect-öpp virki ekki eins og vera ber.

Efst

Fela allt

Ég fæ villuboðin „gagnatenging tókst ekki“. Hvað á ég að gera?

Ökutækið þitt ber ekki kennsl á tengdan síma. Vinsamlegast tryggðu að Bluetooth sé virkjað bæði í símanum og ökutækinu og að þeir séu tengdir saman. Vinsamlegast skoðaðu handbókina með símanum eða ökutækinu til að fá frekari upplýsingar.

Efst

Fela allt

Aðgangsstjórn

Aðgangsstjórn

Get ég skipt um netfang eftir nýskráningu á NissanConnect-gáttinna og NissanConnect-aðganginn?

Já, þú getur skipt um netfang á samsvarandi gáttum.

Efst

Fela allt

Ábyrgð

Ábyrgð

Er boðið upp á ábyrgð fyrir þessa þjónustu?

NissanConnect-vélbúnaðurinn er tryggður undir NissanConnect-ökutækjaábyrgð þinni.

Efst

Fela allt

Kostnaður

Kostnaður

Hvað kostar NissanConnect?

NissanConnect-þjónusta er án endurgjalds fyrstu tvö árin eftir upprunalegu sölu á ökutækinu. Eftir það þarf að greiða árlegt áskriftargjald fyrir þjónustupakka.

Efst

Fela allt

Hvað kosta Connect og Connect Plus pakkarnir eftir að gjaldfría tímabilinu lýkur?

Enn á eftir að ljúka við verðskrár.

Efst

Fela allt

Friðhelgi

Friðhelgi

Þarf ég að hafa áhyggjur af persónulegu gagnaöryggi þegar ég tengi snjallsíma minn við NissanConnect-kerfið mitt?

Það er hættulaust að tengja snjallsíma þinn við NissanConnect. Kerfið fær ekki aðgang að persónuupplýsingum sem vistaðar eru á snjallsíma þínum, t.d. að tengiliðaskrá.

Efst

Fela allt

Varðveitir NissanConnect greiðsluupplýsingar mínar?

Engar greiðsluupplýsingar eru vistaðar á NissanConnect-kerfi þínu.

Efst

Fela allt

Öryggi

Öryggi

Hve öruggt er kerfið? Það hlýtur að trufla ökumenn?

Nýja NissanConnect hlítir ströngustu öryggiskröfum á þessu sviði. Að auki hefur sérfræðiteymi Nissan farið yfir þessa tækni í öllum evrópskum aðstæðum til að stuðla að öruggri notkun viðskiptavina.

Efst

Fela allt

Virka snjallforritin þegar ökutækið er á ferð? Er það ekki öryggismál?

Virknin er takmörkuð til að koma í veg fyrir óhóflega notkun þegar ökutækið er á ferð. En að stilla útvarpið og nota snjallsímann er á ábyrgð ökumanns og skal hann tryggja að hann sé alltaf með fullkomna stjórn á ökutækinu.

Efst

Fela allt

Öpp og eiginleikar

Öpp og eiginleikar

Hvernig virkar NissanConnect-app?

Það tengir snjallsíma þinn við ökutæki þitt og veitir þér ýmis konar öpp í ökutæki, eiginleika og þjónustu sem þú getur sérsniðið fyrir Nissan-ökutæki þitt.

Efst

Fela allt

Hvaða eiginleika inniheldur NissanConnect-kerfið mitt?

NissanConnect er nýtískulegt og samofið hljóð-, leiðsagnar- [*] og fjarskiptakerfi sem tengist snjallsíma þínum og bætir upplifun þína við stýrið og lágmarkar truflun. NissanConnect er stjórnað í gegnum skjá sem er miðsvæðis á mælaborðinu. Það er í boði með handfrjálsum símtölum, hljóðstreymi, leiðsögn, úrvali af vinsælum öppum fyrir snjallsíma og ýmsu fleiru.

Efst

Fela allt

Get ég nýtt mér þjónustu NissanConnect-app við akstur?

Já, öll NissanConnect-öpp eru í boði á meðan ökutækið er á ferð. Ákveðnar aðgerðir kunna þó að vera takmarkaðar til að trufla ekki ökumanninn. Lyklaborðafærsla er til dæmis aðeins í boði þegar ökutækið er í kyrrstöðu.

Efst

Fela allt

Hvaða öpp fylgja NissanConnect-appi?

Lista yfir þau öpp, sem þessa stundina eru í boði, má skoða í kaflanum „Sjá um öppin mín“ á NissanConnect-vefgáttinni eða í NissanConnect-appinu.

Efst

Fela allt

Þarf ég að hala niður ákveðnum öppum í snjallsíma minn áður en ég get notað þau í NissanConnect-kerfi mínu?

Kaflinn „Sjá um öppin mín“ á NissanConnect-vefgáttinni og NissanConnect-appinu birta snjallsímatákn við hliðina á öllum öppum sem hala þarf niður í app verslun þinni.

Efst

Fela allt

Af hverju ætti ég að fá mér kerfi með NissanConnect-öppum ef ég hef þegar öpp í símanum mínum?

Snjallsímaöpp þín birtast á skjá ökutækisins og má stjórna í gegnum NissanConnect. Slíkt gerir notkunina einfalda og örugga. Það sem mestu máli skiptir er að í boði er snurðulaus samþætting á milli upplýsinga sem sóttar eru úr snjallsímaöppunum og leiðsagnarkerfis sem gerir þér kleift að setja upp ferðalagið á auðveldan máta.

Efst

Fela allt

Hvaða NissanConnect-aðgerðir eru takmarkaðir við akstur?

Reglugerðir varðandi truflun ökumanns kunna að hafa í för með sér að tilteknar aðgerðir séu ekki í boði við akstur. Lyklaborðafærsla er til dæmis aðeins í boði þegar ökutækið er í kyrrstöðu.

Efst

Fela allt

Skráning og virkjun

Skráning og virkjun

Get ég skráð NissanConnect-kerfi mitt án þess að búa til aðgang?

Fara þarf í gegnum skráningarferli svo hægt sé að njóta NissanConnect-þjónustunnar án endurgjalds. Þú þarft samt að búa til aðgang.

Efst

Fela allt

Hvað tekur langan tíma að búa til NissanConnect-aðgang?

Skráning er fljótleg og einföld. Ljúka þarf þremur einföldum skrefum: Skrá sig á NissanConnect-vefgáttinni og virkja endurgjaldslausu þjónustuna, sækja NissanConnect-app, og tengja snjallsíma þinn (Android í gegnum Bluetooth, iOS í gegnum USB). Síðan geturðu sérsniðið öpp og þjónustu eftir þínu höfði.

Efst

Fela allt

Hvernig bý ég til og kemst í aðgang minn fyrir NissanConnect-app?

Þetta má allt gera í gegnum NissanConnect-gáttina þína. Þegar þú notar NissanConnect-gáttina í fyrsta sinn ertu beðin/n um að búa til og virkja NissanConnect-aðganginn þinn. Ef þú vilt komast í NissanConnect-aðgang þinn síðar ferðu inn á: NissanConnect-gátt, Mín þjónusta, Nýtt NissanConnect.

Efst

Fela allt

Hvaða upplýsingar þarf ég að færa inn til að fá NissanConnect-aðgang?

Til að fá NissanConnect-aðgang þarftu fyrst að skrá þig á NissanConnect-gáttinni með því að nota VIN-númerið (auðkennisnúmer ökutækis). Þú þarft að búa til notandanafn og aðgangskóða til að búa til NissanConnect-aðgang. Sömu skilríki verða notuð fyrir NissanConnect-appið þitt.

Efst

Fela allt

Af hverju þarf ég að skrá mig á eigendagátt NissanConnect-gáttarinnar?

NissanConnect-gáttin veitir eigendum hentugt aðgengi ásamt fjölbreyttri þjónustu og eiginleikum sem fylgja eignarhaldi á Nissan-ökutæki.

Efst

Fela allt

Hvernig tengi ég snjallsíma minn við NissanConnect-app?

Þú getur tengt iPhone þinn með Apple USB-snúru eða Android-síma í gegnum Bluetooth.

Efst

Fela allt

Hvaða símar eru samrýmanlegir mínu ökutæki sem búið er NissanConnect?

Flesta síma, sem heimila notkun Bluetooth, má tengja handfrjálsum símtölum með Bluetooth. Sumir símar styðja hljóðstreymi í gegnum Bluetooth. Aðeins tiltekna snjallsíma má nota fyrir NissanConnect-app. Þú getur athugað hvaða símar eru studdir á annarri síðu í þessum hluta yfir Hjálp og stuðning. Athugaðu: Ekki er víst að öll NissanConnect-þjónusta sé í boði í síma þínum.

Efst

Fela allt

Þarf snjallsími minn að vera tengdur með snúru við NissanConnect-skráningu?

Aðeins ef þú tengir iPhone® við NissanConnect-kerfi með leiðsögn. Annars nýtir snjallsími þinn Bluetooth® tengingu [*].

Efst

Fela allt

Hvað þarf til að hægt sé að nota þjónustu Google Send To Car?

Þjónusta Google er veitt af Google. Senda til ökutækjaþjónustu er ekki tiltækt í öllum löndum. Þú ættir að athuga Google Maps til sjá ef Senda til ökutækjaþjónustu er tiltækt á þínum markaði.

Efst

Fela allt