Skilmálar
Skilmálar og skilyrði fyrir NissanConnect-þjónustu
Í gildi frá og með 03.10.2016
Inngangur
Eins og þau eru notuð eru í þessum samningi („Samningur“), eiga hugtökin „þú“, „þinn“ og „Áskrifandi“ við þig sjálfa/n, einstakling sem kemur fram fyrir þína hönd, eða ef við á, í hlutverki lagalegs forsvarsmanns fyrir fyrirtæki eða annan lögaðila sem keypt hefur eða leigt Nissan-ökutæki sem búið er NissanConnect-þjónustunni („Ökutæki“). Einnig, eins og þau eru notuð í þessum samningi, vísa hugtökin „við“, „okkur“, „okkar“ og „Nissan“ til NISSAN INTERNATIONAL SA, hlutafélags undir lögum Sviss með skráningarnúmer fyrirtækis CH-550-1047524-0 og skráða skrifstofu að Zone d’Activités La Pièce 12, 1180 Rolle, Switzerland. Að auki er litið á eftirfarandi einstaklinga og aðila sem þriðja aðila haghafa þessa samnings: (i) Hlutdeildarfélög Nissan International SA, móðurfélag, arftaka og framsalshafa; (ii) þjónustuveitendur og hlutdeildarfélög þeirra, arftaka og framsalshafa; (iii) og alla starfsmenn, framkvæmdastjóra, fulltrúa og undirverktaka allra áðurnefnda.
Póstfang okkar er Nissan International SA, A-one Business Center ZA La Pièce – Batiment B2, Route de l’Etraz 1180 Rolle, Switzerland. Ákveðin þjónusta NissanConnect og aðrar upplýsingar sem vísað er til í þessum samningi eru tiltækar á netinu.
Ökutæki þitt er búið NissanConnect-fjarvirknistjórneiningu og, eins og við á, höfuðeiningu og/eða leiðsögukerfi sem kann að fela í sér frekara samskiptaviðmót fyrir snjallsíma eða önnur tæki, en það fer eftir tæknilýsingu. Þennan búnað má nota til að veita ýmsa þjónustu og upplýsingar sem hafa það að markmiði að þjóna þér og öðrum ökumanni eða farþega ökutækis þíns og til að greiða fyrir söfnun, meðhöndlun og notkun ákveðinna gagna til að veita þjónustuna („NissanConnect-þjónustan“).
NissanConnect-þjónusta veitir áskrifandanum færi á að eiga samskipti við ökutækið og/eða nota ýmiskonar forrit („forrit“ eða „snjallforrit“) beint í gegnum tækjabúnað ökutækisins eða óbeint í gegnum snjallsíma, tölvu eða önnur tæki sem geta tengst fjarvirknistjórneiningu ökutækisins og kerfum ökutækisins. NissanConnect-fjarvirknistjórneiningin er ekki samhæf öllum snjallsímum eða annarri tækni/söluaðilum tækja. Að auki er ekki víst að eldri snjallsímar eða tæki séu studd.
Í öryggis- og reglugerðarskyni kann sum þjónusta að vera sjálfvirkt afvirkjuð við akstur.
Til að fá frekari upplýsingar um samhæfni snjallsíma og annarra tækja, sjá vefsvæðið á https://is.nissanconnect.eu/is-is/CsmSupport/Compatibility. Við berum ekki ábyrgð á og veitum enga tryggingu eða ábyrgð á samhæfni sem þessa stundina er til staðar á milli snjallsímans þíns eða annarra tækja og NissanConnect-þjónustu og berum ekki ábyrgð á skorti á stuðningi eða skorti á þjónustu sem kann að stafa af slíku.
NissanConnect EV-pakkinn er ókeypis í þrjú ár frá upphafsdagsetningu ábyrgðar ökutækisins; eftir árin þrjú er NissanConnect-pakkinn í boði gegn gjaldi í eitt ár í senn. Nissan hefur hug á í framtíðinni (en er ekki skyldubundið til þess) að bjóða upp á stærri pakka eða aukaþjónustu í tengslum við NissanConnect-pakkann þinn.
Samningurinn lýsir sambandinu á milli þín og okkur varðandi notkun á NissanConnect-þjónustunni.
Við störfum með mörgum fyrirtækjum til að geta veitt þér NissanConnect-þjónustuna. Í þessum samningi merkir „Þjónustuveitandi“ alla einstaklinga, fyrirtæki, dótturfélög eða hlutdeildarfélög eða aðila sem veita þjónustu, búnað eða aðstöðu í tengslum við NissanConnect-þjónustu, þar á meðal en ekki takmarkað við, veitendur þráðlausrar þjónustu, birgðasala, leyfisveitendur, dreifingaraðila og söluaðila.
Sum eða öll þjónusta eða efni sem veitt er sem hluti af NissanConnect-þjónustunni kann að vera veitt af þriðju aðila þjónustuveitendum. Þjónustuveitendur kunna að beita frekari skilmálum og skilyrðum við veitingu slíks efnis og þjónustu. Með því að nýta þér NissanConnect-þjónustu samþykkirðu einnig að lúta þessum frekari skilmálum og skilyrðum. Nissan mótmælir í engu hvað varðar tiltækileika snjallforrita eða þess efnis sem þú velur þegar þú notar NissanConnect-þjónustuna og er ekki ábyrgt fyrir tiltækileika snjallforrits eða þess efnis sem þér er veitt.
VINSAMLEGAST LESTU ÞENNAN SAMNING Í HEILD SINNI ÁÐUR EN ÞÚ NÝTIR ÞÉR NISSANCONNECT-ÞJÓNUSTU OG GEYMDU AFRIT AF HONUM. LESTU OG GEYMDU AFRIT AF ÖLLUM FREKARI NISSANCONNECT-SKJÖLUM SEM ÞÉR ERU FÆRÐ EÐA SEND. ÖLL NISSANCONNECT-SKJÖL SEM LÝSA ÞVÍ YFIR AÐ ÞAU VERÐI HLUTI AF NISSANCONNECT-SAMNINGI ÞÍNUM ERU HLUTI AF ÞESSUM SAMNINGI EF ÞÚ SAMÞYKKIR ÞÁ ÞJÓNUSTU SEM ÞAU LÝSA.
1. ÁSKRIFTARFERLI NISSANCONNECT-ÞJÓNUSTU
1.1. Samþykki þitt. Með því að samþykkja þennan samning og/eða nota NissanConnect-þjónustu samþykkir þú þær reglur og aðferðir sem lýst er í þessum samningi.
1.2. Virkjun á NissanConnect-þjónustu og samþykki þitt. Þú getur aðeins fengið og notað NissanConnect-þjónustu með því að samþykkja þennan samning, annaðhvort með því að framfylgja þessum samningi fyrir eða við móttöku ökutækisins í bifreiðaumboðinu, eða með því að samþykkja skilmála hans í kjölfarið á vefsvæði NissanConnect („Vefsvæði“) með því að smella á „Ég samþykki“ í áskriftarferlinu.
Með því að samþykkja samninginn viðurkennir þú að þú hafir lesið, meðtekið og samþykkt að vera bundin/n skilmálum og skilyrðum þessa samnings (einkum að þú veitir samþykki fyrir söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga þinna í samræmi við skilyrði þessa samnings).
Þú skilur og samþykkir að áskriftin að NissanConnect-þjónustunni er tengd ökutæki þínu og að þú getir ekki flutt NissanConnect-þjónustuna á annað ökutæki.
Kjósir þú að gerast ekki áskrifandi að NissanConnect-þjónustunni getur þú ekki haft gagn af NissanConnect-þjónustunni.
Þú berð ábyrgð á að kynna öllum ökumönnum ökutækis og farþegum sem vilja nýta sér NissanConnect-þjónustuna skilmála og skilyrði þessa samnings, þar á meðal atriði er varða gagnaleynd.
1.4. Aðgangur að NissanConnect-þjónustu. NissanConnect-þjónustan kann að vera tiltæk í bílnum gegnum höfuðeiningu og/eða leiðsögukerfi eða úr fjarlægð úr tölvu með netsambandi, snjallsíma eða öðru tæki og/eða snjallforriti sem hannað er til að fá aðgang að NissanConnect-þjónustunni. Þessi snjallforrit kann Nissan eða þriðji aðili fyrir hönd Nissan að gera tiltæk og viðbótarskilmálar og skilyrði kunna að eiga við um niðurhal þeirra eða notkun.
1.5. Sannvottun eða virkjun á ákveðnum aðgerðum um borð. Til viðbótar við áskrift þína að NissanConnect-þjónustu kann að vera nauðsynlegt að sannvotta þig í ökutækjakerfum með því að slá inn notandanafn, lykilorð eða aðrar upplýsingar. Ákveðnar aðgerðir í tengslum við gagnasöfnun kunna einnig að vera nauðsynlegar fyrir þig eða aðra farþega ökutækis þíns þannig að virkjun á slíkum aðgerðum sé staðfest. Þess vegna kann höfuðeiningin eða leiðsögukerfið að sýna hnappinn „Ég samþykki“ eða álíka aðgerð til að óska eftir staðfestingu þinni. Ef þú staðfestir notkun á viðeigandi aðgerð er hún virkjuð á meðan ferð þín varir og nauðsynleg gögn fyrir notkun aðgerðarinnar eru flutt til Nissan. Ef þú staðfestir ekki notkun hennar helst hún tímabundið óvirk þar til ökutækið er ræst í næsta sinn, og viðeigandi gögn eru ekki flutt til Nissan. Vinsamlegast hafðu í huga að ef ákveðnar aðgerðir eru afvirkjaðar getur þú ekki nýtt þér alla NissanConnect-þjónustu Jafnvel þótt sumar aðgerðir séu afvirkjaðar kunna aðrar að vera virkar og heimila gagnaflutning.
1.6. Breytingar á samningnum. Hvenær sem er og öðru hverju kunnum við að eigin vild að breyta samningnum. Allar breytingar verða kunngerðar á vefsvæðinu (eða, ef við á, með tölvupósti) og öðlast gildi frá þeim degi sem þær eru birtar. Áframhaldandi notkun þinni á NissanConnect-þjónustunni telst samþykki þitt fyrir endurskoðuðum skilmálum samningsins. Þú getur fengið aðgang að skilmálum samningsins sem eru í gildi hvenær sem er á netinu. Við ráðleggjum þér að skoða reglulega og af gjörhygli gildandi skilmála samningsins.
Ef slíkar breytingar hafa veruleg áhrif á réttindi þín samkvæmt þessum samningi, eða hafa neikvæð og veruleg áhrif á þjónustu þína, eða leiða til hærri áskriftargjalda, munum við veita þér skriflega tilkynningu um slíkt með tölvupósti. EFTIR AÐ HAFA MÓTTEKIÐ FYRRNEFNDA TILKYNNINGU GETUR ÞÚ RIFT SAMNINGNUM EÐA SAMÞYKKT BREYTINGUNA. EF ÞÚ RIFTIR EKKI SAMNINGNUM INNAN 30 DAGA FRÁ MÓTTÖKU TILKYNNINGARINNAR ER LITIÐ SVO Á AÐ ÞÚ HAFIR SAMÞYKKT BREYTINGUNA OG HÚN VERÐUR HLUTI AF SAMNINGNUM Á MILLI OKKAR. Þú getur fengið uppfært afrit af þessum samningi, þar á meðal alla núverandi skilmála og skilyrði, á netinu.
1.7. Uppfærsla eða breyting á aðgangsupplýsingum áskrifanda. Þú getur endurskoðað, breytt, leiðrétt eða uppfært þær upplýsingar sem þú veittir okkur á vefsvæðinu hvenær sem er með því að uppfæra þær á vefsvæðinu.
2. GILDISTÍMI OG UPPSÖGN NISSANCONNECT-ÞJÓNUSTUNNAR
2.1. Gildistími. NissanConnect-þjónustan þín hefst um leið og þú samþykkir skilmála samningsins með því að samþykkja þá á netinu eins og lýst er að ofan og eftir að þú hefur lokið virkjunarferlinu.
Þjónustupakkinn þinn með NissanConnect-þjónustunni er upphaflega í gildi í þrjú ár frá upphafsdagsetningu ábyrgðar ökutækisins. Þetta hefur það í för með sér að upphafstímabilið er óháð dagsetningu virkjunar á NissanConnect-þjónustunni. Þessir upphaflegu skilmálar þjónustupakkans eru hér með kallaðir „Stofnþjónustutímabil“.
Stofnþjónustutímabilið er veitt án endurgjalds fyrir nýlega keypt ökutæki sem eru búin fjarvirknistjórneiningu.
Ef þú ert annar eða síðari eigandi ökutækisins stendur NissanConnect-þjónustupakkinn þér til boða til loka hins ókeypis stofnþjónustutímabils. Ef NissanConnect-þjónustan hefur ekki verið virkjuð af fyrsta eiganda átt þú ekki rétt á stofnþjónustutímabilinu.
Um það bil 30 dögum fyrir gildislok stofnþjónustutímabilsins fyrir þjónustupakkann þinn verður þér tilkynnt um slíkt með tölvupósti og færð tækifæri á að endurnýja áskrift þína á vefsvæðinu undir gildandi skilmálum og skilyrðum. Ef þú ákveður að endurnýja áskrift þína, eða ef þú ert ekki fyrsti eigandi ökutækisins og ert að virkja NissanConnect-þjónustuna í fyrsta sinn, verður þú beðin/n um að senda greiðslu á netinu og greiða áskriftargjaldið á því verði sem er í gildi („Áskriftargjald“).
Þú færð einnig tækifæri á að velja sjálfvirka endurnýjun þegar fyrsta endurnýjun þín fer fram. ER ÞÚ HEFUR STAÐFEST ENDURNÝJUN ÁSKRIFTAR ÞINNAR Í EITT ÁR OG EF ÞÚ HEFUR VALIÐ SJÁLFVIRKA ENDURNÝJUN MUN NISSANCONNECT-ÞJÓNUSTAN ÞÍN ENDURNÝJAST SJÁLFKRAFA, FRÁ GILDISLOKUM STOFNTÍMABILSINS EÐA FRÁ HVERRI ENDURNÝJUN, Í EINS ÁRS ENDURNÝJUNARTÍMABIL („Endurnýjunarþjónustutímabil“) NEMA ÞVÍ AÐEINS OG UNS NISSANCONNECT-ÞJÓNUSTUNNI SÉ RIFT AF ÞÉR EÐA OKKUR EINS OG LEYFILEGT ER Í ÞESSUM SAMNINGI.
Á hverju ári, um það bil 30 dögum fyrir gildislok endurnýjunarþjónustutímabilsins verður þér tilkynnt um slíkt með tölvupósti og færð tækifæri á að endurnýja áskrift þína á netinu gegnum vefsvæðið. Þegar þú ákveður í hvert sinn að auki að endurnýja viðeigandi NissanConnect-þjónustupakka er greiðslureikningur þinn sjálfkrafa skuldfærður vegna NissanConnect-þjónustunnar á endurnýjunarþjónustutímabilinu. Ef NissanConnect-þjónustan er ekki endurnýjuð er áskrift þinni sjálfkrafa sagt upp við gildislok.
2.2. Uppsagnarréttur þinn. Þú getur sagt upp NissanConnect-þjónustunni hvenær sem er á netinu gegnum vefsvæðið eða með því að hafa samband við okkur. Ef þú segir NissanConnect-þjónustunni upp fyrir lok stofnþjónustutímabilsins eða endurnýjunarþjónustutímabilsins, eftir atvikum, færðu ekki endurgreiðslu og ef þú ákveður að endurvirkja NissanConnect-þjónustuna síðar verður fullt verð sem samsvarar fullu endurnýjunarþjónustutímabili rukkað.
2.3. Uppsagnar- og afturköllunarréttur okkar.
Við megum segja upp NissanConnect-þjónustunni hvenær sem er og án tilefnis. Þá tilkynnum við þér um slíkt 30 dögum fyrir gildistökudag uppsagnarinnar en þá lýkur NissanConnect-þjónustunni. Þetta þýðir að við getum ákveðið að hætta að veita þér NissanConnect-þjónustuna hvenær sem er og af hvaða tilefni sem er, jafnvel ef tilefnið er ótengt þér eða reikningi þínum hjá okkur. Ef við ákveðum að segja upp NissanConnect-þjónustunni ef uppsögn hefur átt sér stað á samningi á milli okkar og þjónustuveitanda sem við erum háð við veitingu NissanConnect-þjónustuna munum við kappkosta að veita þér tilkynningu um slíkt með 30 daga fyrirvara eins og lýst er að ofan.
Við megum einnig fyrirvaralaust, ef tilefnið er gott, segja upp NissanConnect-þjónustunni. Það þýðir að við getum til dæmis sagt upp NissanConnect-þjónustunni samstundis ef þú brýtur gegn einhverjum hluta af þessum samningi, ef þú truflar viðleitni okkar við að veita NissanConnect-þjónustuna, ef þú truflar rekstur okkar, eða ef NissanConnect-þjónustan er notuð í ólöglegum eða óviðeigandi tilgangi. Þú átt engan rétt á að fá NissanConnect-þjónustuna endurvirkjaða, jafnvel þó þú leiðréttir þessi vandamál. Við getum einnig afturkallað NissanConnect-þjónustuna vegna viðhalds eða endurbóta á netkerfi eða kerfi, eða ef stífla er á netkerfi eða ef við höfum grun um að NissanConnect-þjónustan sé notuð í einhverjum tilgangi sem myndi heimila okkar að segja henni upp. Í slíkum tilvikum munum við ekki veita neina endurgreiðslu á fyrirframgreiðslu þína fyrir NissanConnect-þjónustuna.
Við áskiljum okkur einnig, að eigin vild, rétt á að hætta að bjóða upp á NissanConnect-þjónustuna og að samþykkja ekki endurnýjun á NissanConnect-þjónustunni án þess að stofna til neinnar ábyrgðar.
2.4. Ef þú selur ökutæki þitt eða kaupir notað ökutæki
Tilkynning til okkar
Ef þú selur ökutæki þitt eða bindur enda á leigu þess eða ef ökutæki þitt er rifið í brotajárn eða eyðilagt á meðan þú átt það fyrir gildislok stofnþjónustutímabilsins biðjum við þig um að tilkynna okkur um slíkt með því að hafa samband við þjónustuver Nissan eða með því að fjarlægja ökutækið af reikningi þínum á vefsvæðinu.
Ef þú selur eða flytur ökutækið þitt og tilkynnir okkur ekki um það höfum við enga vitneskju um að ökutækið hafi verið selt og kunnum að halda áfram að safna gögnum í þeirri trú að gögnin snerti þig. Einnig ertu ábyrg/ur fyrir skaðabótum sem stofnað er til undir þessum samningi sem byggðar eru á notkun eða misnotkun á NissanConnect-þjónustunni. Við erum ekki ábyrg fyrir friðhelgistengdu tjóni sem þú kannt að þola ef þú tilkynnir okkur ekki um leigulok eða sölu á ökutæki þínu. Hvort sem þú tilkynnir okkur um leigulok eða sölu á ökutæki þínu eða ekki samþykkirðu að þú munir ekki, né gerir tilraun til að, fá aðgang að eða nota NissanConnect-þjónustuna eða einhver gögn er tengjast ökutæki þínu eftir sölu, flutning eða leigulok á ökutæki þínu.
Þú skilur og samþykkir að ef þú tilkynnir okkur ekki, og ef næsti eigandi ökutækisins gerist áskrifandi að NissanConnect-þjónustu tengdri ökutækinu, mun nýja eigandalýsingin skrifa yfir lýsingu þína og sjálfkrafa verður bundinn endir á NissanConnect-þjónstuáskrift þína.
Þú getur ekki flutt NissanConnect-þjónustuna á annað ökutæki. NissanConnect-þjónustan er tengd ökutækinu (álíka og ábyrgð). Ef þú selur ökutæki þitt (eða skilar því við leigulok) án þess að segja áskriftinni upp er áskriftin sjálfkrafa flutt á nýjan eiganda svo lengi sem hinn nýi eigandi sannar eignarhald sitt með því að hringja í þjónustuver NissanConnect eða með því að skrá ökutækið á vefsvæðinu.
Uppsögn á NissanConnect-þjónustunni
Ef þú selur ökutæki þitt eða bindur enda á leigu þess hefurðu tækifæri til að segja samningum upp varðandi NissanConnect-þjónustuna áður en þú fjarlægir það af reikningi þínum á vefsvæðinu, en þú þarft þess ekki.
Ef þú segir samningnum ekki upp getur næsti eigandi ökutækisins nýtt sér NissanConnect-þjónustuna án endurgjalds til loka stofnþjónustutímabilsins eða endurnýjunarþjónustutímabilsins. Með því að segja samningnum upp á meðan stofn- eða endurnýjunarþjónustutímabil varir hefur næsti eigandi ekki gagn af hugsanlegu eftirstandandi tímabili á NissanConnect-þjónustunni. Við mælum ekki með slíku þar sem það getur dregið úr aðdráttarafli ökutækis þíns.
Ef þú selur ökutæki þitt eða bindur enda á leigu þess ábyrgist þú samt sem áður að fjarlægja það af reikningi þínum eins fljótt og mögulegt er á vefsvæðinu svo hægt sé að virkja ökutækið undir nýjum reikningi. Ef okkur er annars tilkynnt á viðeigandi máta að þú hafir selt ökutæki þitt og bundið enda á leigu þess áskiljum við okkur rétt á að afskrá ökutækið af reikningi þínum og heimila nýjum eiganda eða leigutaka að skrá ökutækið á sinn reikning.
Ef þú selur eða flytur ökutækið þitt og fjarlægir það ekki af reikningi þínum kann Nissan að halda áfram að safna gögnum í þeirri trú að gögnin snerti þig. Einnig ertu ábyrg/ur fyrir skaðabótum sem stofnað er til undir þessum samningi sem byggðar eru á notkun eða misnotkun á NissanConnect. Nissan er ekki ábyrgt fyrir friðhelgistengdu tjóni sem þú kannt að þola ef þú fjarlægir ekki ökutækið af reikningi þínum. Ef þú ert ekki lengur eigandi eða viðurkenndur notandi ökutækisins samþykkir þú að þú munir ekki, né gerir tilraun til að, fá aðgang að eða nota NissanConnect-þjónustuna í tengslum við slíkt ökutæki eða gögn er tengjast ökutækinu.
3. GJÖLD, GREIÐSLA, REIKNINGAGERÐ OG SKATTREGLUR
NissanConnect-þjónustan er endurgjaldslaus meðan á viðeigandi stofnþjónustutímabili þjónustupakkans stendur. Eftir stofnþjónustutímabilið gerir þjónustupakki þinn kröfu um gilda áskrift. Eftir að hinu þriggja ára endurgjaldslausa tímabili þjónustupakkans þíns lýkur eða innan 30 daga frá lokum hans verður þú því að greiða fyrir þjónustupakkann til að halda áfram að nota NissanConnect-þjónustuna.
Ef þú kýst að endurnýja ekki áskrift þína að NissanConnect-þjónustunni fyrir lok á stofnþjónustutímabili viðkomandi pakka mun NissanConnect-þjónustunni sjálfkrafa ljúka við lok viðeigandi stofnþjónustutímabils. Ef þú ákveður að endurnýja áskrift þína í samræmi við ferlið sem lýst er að ofan samþykkir þú gjaldfærslu á gildandi árlegu áskriftargjaldi („Áskriftargjald“) með tilliti til skilyrða NissanConnect-þjónustunnar fyrir ökutæki þitt á endurnýjunarþjónustutímabilinu. Við fyrstu endurnýjun getur þú sett upp sjálfvirka endurnýjun fyrir næsta endurnýjunarþjónustutímabil. Í slíku tilviki skilur þú og samþykkir að við lok endurnýjunarþjónustutímabilsins verður áskrift þín að NissanConnect-þjónustunni sjálfkrafa endurnýjuð uns þú lýsir yfir löngun þinni til að segja sjálfvirkri áskrift upp eða sjálfri áskriftinni í samræmi við samninginn.
Ef þú ert ekki fyrsti eigandi ökutækisins og ef NissanConnect-þjónustan hefur ekki verið virkjuð af fyrri eiganda, eða ef fyrri eigandi hefur sagt upp áskriftarsamningi sínum, verður þú að greiða gildandi áskriftargjald til að njóta góðs af NissanConnect-þjónustunni.
Þú skilur og samþykkir að áskriftin að NissanConnect-þjónustunni er tengd ökutæki þínu og að þú getir ekki flutt NissanConnect-þjónustuna á annað ökutæki. Ef þú átt ekki eða notar ekki ökutæki þitt á tilteknu stofn- eða endurnýjunarþjónustutímabili munum við ekki endurgreiða þér neinn hluta af áskriftargjaldi þínu.
Ef þú kaupir eða leigir ökutæki sem hefur áður verið leigt eða í eigu einhvers og áskrift fyrri eiganda eða leigutaka er enn virk og innan stofn- eða endurnýjunarþjónustutímabils í gildi ættir þú að skrá þig sem nýjan eiganda. Ef þú hefur hug á að nota NissanConnect-þjónustuna ættir þú að gerast áskrifandi og virkja NissanConnect-þjónustuna gegnum vefsvæðið á meðan stofn- eða endurnýjunarþjónustutímabilið varir, eins og við á.
NissanConnect-þjónustan er tengd ökutækinu. Er þú hefur greitt áskriftargjaldið er ekki hægt að endurgreiða þér það, sama hvert tilefnið er.
4. PERSÓNUUPPLÝSINGAR, GAGNAVERND
4.1. Almennt. Nissan virðir og viðheldur réttindum þínum samkvæmt gildandi lögum. Þessi friðhelgisyfirlýsing lýsir því hvernig við stjórnum persónuupplýsingum sem við kunnum að safna frá þér.
4.2. Meðferð persónuupplýsinga. Við söfnum saman og notum ákveðin gögn í tengslum við notkun þína á NissanConnect-þjónustunni. Við notum slík gögn með það að markmiði að veita og bæta NissanConnect-þjónustuna og til að þjóna þér og öðrum farþegum ökutækis þíns eins og lýst er hér. Gögnin sem við söfnum saman kunna að vera persónulegs eðlis. Með því að gerast áskrifandi að og/eða nota NissanConnect-þjónustuna veitir þú einnig samþykki þitt fyrir söfnun og meðferð persónuupplýsinga af okkar hálfu í þeim tilgangi sem lýst er í þessum samningi. Við munum virða friðhelgi þína og friðhelgi farþega ökutækis þíns.
4.3. Flokkar persónuupplýsinga sem við söfnum saman. Tegundir persónuupplýsinga sem við söfnum saman velta á ökutækinu, nákvæmri lýsingu þess og þeirri NissanConnect-þjónustu sem þú hefur gerst áskrifandi að og notkun þinni á NissanConnect-þjónustunni. Við söfnum upplýsingum sem þú veitir í tengslum við NissanConnect-áskrift þína, þar á meðal áskriftargögnum og samskiptaupplýsingum, verksmiðjunúmeri ökutækis (Vehicle’s identification number, VIN), nafni, heimilisfangi, notandaauðkennum, lykilorðum, samskiptaupplýsingum aðalökumanns eða eiganda bíls. Einnig kunnum við (eins og við á) að safna gögnum tengdum ökutækinu, tækjum þess og kerfisupplýsingum, þar á meðal auðkenni leiðsögukerfis, innfelldum SIM-auðkennum, rekstrarsögu og greiningargögnum kerfis og íhluta ökutækis, ef um rafmagnsnotkun rafökutækis, rafhlöðustöðu og hleðslusögu er að ræða. Svo hægt sé að veita NissanConnect-þjónustuna og í tölfræðilegu skyni kunnum við að safna gögnum um notkun þína á NissanConnect-þjónustunni, þar á meðal hegðun leiðsögukerfis og færibreytugögnum, ákveðnum staðsetningargögnum, þar á meðal hvar stöðvað er og ferð hefst, hleðslustaðir. Einnig söfnum við (eins og við á) stjórnunargögnum tengdum reikningagerð, greiðslu og kröfum sem snerta NissanConnect-þjónustuna. Ef þú veitir okkur ekki þessar upplýsingar má vera að við getum ekki veitt þér hluta af eða alla NissanConnect-þjónustuna.
4.4. Tilgangur við meðhöndlun persónuupplýsinga. Við notum persónuupplýsingarnar sem við söfnum til að veita þér NissanConnect-þjónustuna. Þetta nær einkum yfir þjónustu tengda fjarskiptum og skilaboðum, tæknilegar- og aðrar upplýsingar um ökutæki, fjarstýringar ökutækis, ökutækjatilkynningar á borð við viðhaldstilkynningar, samþættar öryggisaðgerðir á borð við eCall eða bCall, vegaaðstoð, orkusparnað, ferðaskipulagningu og ýmsa aðra þjónustu sem kann að vera í boði í viðeigandi NissanConnect-þjónustupakkanum.
Við notum persónuupplýsingarnar einnig til að gera Nissan, hlutdeildarfélögum þess og þjónustuveitendum og umboðum Nissan kleift að bæta þjónustu sína, vörur og samskipti sín við viðskiptavini. Þetta felur, meðal annars, í sér ákvæði um vöruupplýsingar til þín, svör við spurningum eða að takast á við kvartanir, tilkynna þér um skilmála og tilboð í tengslum við NissanConnect-þjónustuna, þar á meðal sértilboð eða viðbótarþjónustu eða starfsemi eða endurbætur og persónusniðin samskipti á milli þín og okkar og umboða Nissan og að stjórna áskrift þinni að NissanConnect-þjónustunni og áskriftaraðgangi þínum.
Einnig kunnum við að nota gögnin til framkvæmdar á mati og við tölfræðimeðferð, markaðsrannsóknir og fyrir aðrar rannsóknir, við þróun og til að bæta NissanConnect-þjónustuna og vörur okkar almennt séð, fyrir skipulagningu á innviðum (til dæmis hleðslustöðvum) og/eða til að sérsníða NissanConnect-þjónustuna fyrir einstaka áskrifendur eða hóp áskrifenda. Einnig kunnum við að nota gögnin til að greina eða hindra misnotkun þína eða einhvers annars farþega í ökutækinu á NissanConnect-þjónustunni.
Við kunnum (eins og við á) að meðhöndla staðsetningargögn úr ökutæki áskrifanda eða aðrar staðsetningarupplýsingar (háð eiginleikum ökutækisins) (i) eins og þörf er á til að veita NissanConnect-þjónustu byggða á staðsetningu ökutækisins; (ii) ef gildandi lög, reglur og reglugerðir krefjast þess af okkur, og/eða með bindandi eða framfylgjanlegum skipunum yfirvalda eða valdbærra dómstóla; (iii) í tengslum við tilraunir okkar til að eiga samskipti við kaupanda ökutækisins eða til að finna ökutækið í samræmi við samninga sem stjórna leigu eða fjármögnun slíks ökutækis.
Ef þú leigir rafgeymi fyrir rafökutæki þitt kann Nissan að veita leigufyrirtækinu rafgeyma- og staðsetningargögn sem nauðsynleg eru til að stjórna og uppfylla leigusamninginn, þar á meðal læsingu og opnun rafgeymishleðslu eða til að uppfylla samningskröfur.
Þegar þú færð aðgang að þjónustu þriðja aðila þjónustuveitenda (t.d. samfélagsmiðlum, fjölmiðlaefni, þjónustuupplýsingum þriðja aðila) með NissanConnect-þjónustunni eða aðgerðum hennar eða snjallforritum kunnum við að taka á móti, meðhöndla, nota og flytja slík gögn í tengslum við skilyrði slíkrar þjónustu. Ennfremur kann slík þjónusta þriðja aðila sem sótt er í gegnum NissanConnect-þjónustuna að notfæra sér viðbótarskilmála og skilyrði sem stýra notkun á persónuupplýsingum þínum. Nissan hefur enga stjórn á slíkum skilmálum og skilyrðum óháðrar þjónustu og afsalar sér allri ábyrgð hvað slíkt varðar.
VIÐ SELJUM EKKI, LEIGJUM, EÐA SKIPTUMST Á ÁSKRIFENDAUPPLÝSINGUM ÚT FYRIR NISSAN-SAMSTÆÐUNA, NISSAN-UMBOÐ EÐA ÞJÓNUSTUVEITENDUR OKKAR ÁN SAMÞYKKIS ÞÍNS.
4.5. Meðferð upplýsinga í kynningarskyni. Við höfum einungis samband við þig með kynningartölvupósti, pósti eða símleiðis að því marki sem heimilt er samkvæmt gildandi lögum eða ef þú hefur veitt samþykki á undan. Þú getur hvenær sem er dregið til baka samþykki þitt fyrir meðferð gagna í kynningarskyni í framtíðinni án þess að stofna til nokkurs kostnaðar (fyrir utan fjarskiptakostnað þinn) með því að velja kjörstillingar þínar á netinu á https://is.nissanconnect.eu/is-is/, með þeim aðferðum sem tilgreindar eru í samskiptum okkar til þín, með því að hafa samband við þjónustuver okkar eða á annan máta eins og gildandi lög segja til um.
Aðrir kostir varðandi hvernig upplýsingarnar kunna að vera notaðar eru útskýrðir þegar við biðjum um leyfi þitt fyrir meðferð á ákveðnum upplýsingum. Ef þú hefur dregið til baka samþykki þitt fyrir móttöku á kynningartölvupóstum eða símtölum frá okkur munum við framkvæma slíka beiðni um leið og slíkt er viðskiptalega skynsamlegt, hugsanlega eftir að við höfum móttekið beiðnina. Ef að áskrifandi hefur dregið til baka samþykki sitt fyrir móttöku kynningarefnis með pósti munum við framkvæma slíka undanþágubeiðni innan viðskiptalega skynsamlegra tímamarka.
Jafnvel þó þú kjósir að fá ekki kynningarefni frá okkur kunnum við samt að hafa samband við þig símleiðis (bæði þráðlaust og með textaskilaboðum), póstleiðis og með tölvupósti til að veita þér NissanConnect-þjónustuna og/eða til að halda utan um áskriftaraðgang þinn.
4.6. Birting persónuupplýsinga. Við störfum með mörgum fyrirtækjum til að geta veitt þér NissanConnect-þjónustuna. Þetta nær yfir en er ekki takmarkað við farsímafyrirtæki, veitur netaðgangs og tengingar, veitendur áskriftarstýringar, þjónustuveitendur á greiðslusviði, efnisveitur, birgðasala, leyfisveitendur, leigusamstarfsaðila, svörunarmiðstöðvar á sviði almenningsöryggis, neyðaraðila og þjónustuveitendur (lögregla, sjúkrabíll, o.s.frv.), veitendur vegaaðstoðar, dreifiaðila, söluaðila og verkstæði.
Við kunnum að gefa upp persónuupplýsingar þínar til aðila fyrir utan Nissan á borð við þjónustuveitendur svo að þeir geti aðeins veitt þjónustu fyrir okkur og annarra ákveðinna þjónustuveitenda í því skyni að veita NissanConnect-þjónustuna sem áskrifandinn hefur óskað eftir eða aðrir farþegar í ökutæki áskrifandans eða til að greiða fyrir samskiptum við kaupanda ökutækisins, eiganda eða farþega. Einnig kunnum við að veita samantekna tölfræði um áskrifendur, nafnlaus gögn eða tengdar upplýsingar um NissanConnect-þjónustuna til þriðju aðila, en þessi gögn munu ekki innifela persónugreinanlegar upplýsingar. Þegar nauðsynlegt er kunnum við að þurfa að birta persónuupplýsingar til að hlíta gildandi lögum eða bindandi eða framfylgjanlegum skipunum yfirvalda eða dómstóla, eða til að framfylgja eða beita skilmálum þessa samnings.
4.7. Gagnaflutningur fyrir utan Evrópusambandið (ESB)/Evrópska efnahagssvæðið (EES).NissanConnect-þjónustan sem þú ert í áskrift að og staðsetningin þar sem ökutækið er notað og aðrar persónuupplýsingar sem safnað er í tengslum við rekstur og notkun á NissanConnect-þjónustunni verða fluttar til og meðhöndlaðar af hlutdeildarfélögum Nissan International SA og þjónustuveitendum þeirra ekki bara innan, heldur líka utan ESB/EES. Þetta felur einkum í sér (án takmörkunar) meðferð persónuupplýsinga hjá Nissan Motor Co., Ltd í Japan og þjónustuveitendum þess í Japan og/eða öðrum löndum utan ESB/EES. Gagnaverndarlög slíkra þriðju landa kunna ekki að veita sömu gagnavernd og í Evrópusambandinu og á Evrópska efnahagssvæðinu. Þegar slíkur flutningur á sér stað grípum við til viðeigandi ráðstafana til að tryggja að persónuupplýsingarnar sem safnað er séu meðhöndlaðar í samræmi við viðeigandi löggjöf í tengslum við gagnavernd. Ef persónuupplýsingum sem safnað er og meðhöndlaðar eru af okkur eru meðhöndlaðar af þjónustuveitendum utan ESB/EES munu viðkomandi aðila aðeins meðhöndla slíkar upplýsingar samkvæmt leiðbeiningum okkar og í því skyni sem lýst er að ofan. Lítur slík meðhöndlun ströngum ráðstöfunum á sviði gagnaöryggis.
4.8. Öryggi. Við höldum uppi, og gerum kröfu um að þjónustuveitendur okkar geri slíkt hið sama, viðeigandi tæknilegum, efnislegum og stjórnunarlegum ráðstöfunum á sviði gagnaöryggis til að vernda allar persónuupplýsingar sem eru undir okkar stjórn fyrir tjóni, misnotkun og breytingum. Háð forritum beitum við til dæmis dulkóðunartækni og notandaauðkenniskerfum á borð við lykilorð og persónuleg auðkennisnúmer. Allar upplýsingar eru vistaðar á öruggan máta sem er viðskiptalega sanngjarn þar sem aðgangur er takmarkaður við heimilaða starfsmenn eða fulltrúa Nissan, hlutdeildarfélög Nissan og þjónustuveitendur þeirra. Við beitum hefðbundnu verklagi innan atvinnugreinarinnar til að vernda friðhelgi áskrifendaupplýsinga.
Vinsamlegast hafðu í huga að sending upplýsinga um Internetið og önnur fjarskiptakerfi þriðja aðila kunna ekki að vera að fullu öruggar. Þó við gerum okkar besta til að vernda persónuupplýsingar getum við ekki tryggt öryggi gagnanna, en einkum getum við ekki lofað eða tryggt að samskipti okkar verðir ekki hindruð af öðrum. Við veitingu hluta af NissanConnect-þjónustunar til áskrifenda eru hljóð og gögn send á milli viðbragðsmiðstöðva Nissan og ökutækja áskrifenda um farsímanetkerfi. Þessi netkerfi eru flókin og ekki endilega örugg. Því er ekki hægt að tryggja friðhelgi og öryggi gagna sem send eru til og frá ökutækinu.
Þú samþykkir að við erum ekki ábyrg fyrir neinu tjóni hvað varðar friðhelgismissi sem á sér stað í fjarskiptum yfir slík netkerfi. Ef þú tilkynnir okkur ekki um sölu eða flutning ökutækis þíns kunnum við að halda áfram að senda ákveðnar upplýsingar eða aðrar upplýsingar um aðgang þinn á heimilisfangið sem er á skrá hjá okkur. Í slíku tilviki erum við ekki ábyrg fyrir neinu friðhelgistjóni sem þú getur orðið fyrir.
4.9. Geymslutímabil. Við geymum allar persónuupplýsingar eins lengi og nauðsynlegt er til að uppfylla markmiðið að ofan eða í þann nauðsynlega tíma sem þarf til að hlíta gildandi lögum, fyrningarfresti eða skilmálum þessa samnings. Persónuupplýsingar, háð ákveðnum undantekningum, eru geymdar í allt að tvö ár eftir að gögnunum hefur verið safnað nema samningsbundnar eða lagalegar skyldur segja fyrir um annað. Eftir slíkan tíma er persónuupplýsingum eytt, útilokaðar eða gerðar nafnlausar í samræmi við gildandi lög. Upplýsingum á borð við hraða ökutækis, akstursátt ökutækis og ákveðin staðsetningargögn er eytt eða gerð nafnlaus um leið og markmið flutnings þeirra hafa verið uppfyllt en í öllum tilvikum eigi síðar en 24 klukkustundum eftir móttöku viðeigandi gagnamiðstöðvar sem Nissan nýtir.
4.10. Réttur á aðgangi og leiðréttingu. Þú getur fengið aðgang, leiðrétt, breytt, eytt og/eða útilokað persónuupplýsingar í samræmi við staðbundna gagnaverndarlöggjöf. Til að beita þessum réttindum getur þú breytt aðgangi þínum á heimasíðunni eða haft samband við samskiptamiðstöð Nissan.
5. SÉRSTAKAR UPPLÝSINGAR UM ÞJÓNUSTU- OG KERFISTAKMARKANIR
5.1. Eignarhald á tækni. Nissan og þjónustuveitendur þess eru og skulu ávallt vera eigandi allra réttinda, rétta og eignarhalds í (i) öllum vélbúnaði, hugbúnaði og tengdri tækni, sem er notuð af Nissan eða sem hluti af eða samhliða NissanConnect-þjónustu og, (ii) öllum hugverkaréttindum og öðrum eignarréttindum, þar á meðal án takmarkana öll einkaleyfisréttindi, höfundarréttur, vörumerkjaréttur og viðskiptaleyndarmál sem þar má finna. Óheimilt er að, og þú samþykkir að þú munir ekki, afrita, bakþýða, taka í sundur, snúa við, afleiða eða hagræða neinni tækni, gögnum eða efni sem vistað er eða sameinað er búnaði sem notaður er til að taka á móti eða nota NissanConnect-þjónustuna (sameiginlega „Tæknibúnaður“), eða breyta eða eiga við slíkan búnað. Þú samþykkir einnig að hlaða ekki upp, birta, senda eða gera neitt efni tiltækt sem inniheldur hugbúnaðarvírusa eða annan tölvukóða, skrár eða forrit sem hönnuð eru til að trufla, afvirkja eða takmarka virkni NissanConnect-þjónustunnar. Leyfi fyrir allan hugbúnað sem innifalinn er í ökutækinu þínu er einungis veitt til notkunar samhliða NissanConnect-þjónustunni. Að auki eru öll gögn og annað efni NissanConnect-þjónustunnar með höfundarréttarvernd og annan hugverkarétt og allt eignarhald er í höndum Nissan og þjónustuveitenda þess. Þú mátt aðeins nota tæknibúnaðinn í samræmi við NissanConnect-þjónustuna til persónulegra nota sem er ekki í viðskiptalegum tilgangi.
5.2. Eignarhald og notkun á SIM-korti. Fjarvirknieining ökutækisins felur í sér eitt eða fleiri innfelld SIM-kort sem eru í eigu viðeigandi farsímafyrirtækis. Ef þú gerir einhverjar breytingar á tengdum vélbúnaði eða hugbúnaði, eða gerir tilraun til að nota SIM-kort á annan hátt kann þú að ógilda viðeigandi ábyrgð og berum við þá ekki ábyrgð á neinum bilunum á slíkum vélbúnaði eða hugbúnaði, ef hann virkar ekki sem skyldi eða getum ekki veitt þér stuðning fyrir NissanConnect-þjónustuna.
5.3. Vörumerki. NissanConnect og kennimerki Nissan eru vörumerki Nissan Motor Co., Ltd. Önnur vörumerki, þjónustumerki, myndir, kennimerki og lénsheiti sem birt eru sem hluti af eða á tengdum heimasíðum kunna að vera vörumerki þriðju aðila. Hvorki aðgangur þinn að, notkun á NissanConnect-þjónustunni, eða slíkum vefsvæðum eða þessi samningur veita þér nein réttindi, rétt, eignarhald eða leyfi til að afrita eða að öðru leyti nota vörumerkin eða vörumerki þriðju aðila, myndir, kennimerki eða lénsheiti. Öll viðskiptavild í vörumerkjunum sem stofnað er til sökum notkunar þinnar á NissanConnect-þjónustunni mun renna til okkar.
5.4. GPS-staðsetningarkerfi. NissanConnect-þjónustan þín virkar með þráðlausum fjarskiptakerfum og GPS-staðsetningarkerfinu („GPS“). EKKI STENDUR ÖLL NISSANCONNECT-ÞJÓNUSTA TIL BOÐA ALLSSTAÐAR, SÉRSTAKLEGA Á AFSKEKKTUM EÐA LOKUÐUM SVÆÐUM, EÐA Í ÖLLUM BÍLUM, Á ÖLLUM TÍMUM. Svæðið sem þú ekur um getur haft áhrif á þá þjónustu sem við getum veitt þér, þar á meðal en ekki takmarkað við leiðarstjórnunarþjónustu. Þjónustan er að auki ekki í boði ef GPS-kerfið virkar ekki (geisla- eða mynddiskur með kortum kann að vera nauðsynlegur). Ákveðnar hugbúnaðartakmarkanir GPS-kerfisins kunna að skerða getu okkar til að ákvarðar nákvæma staðsetningu ökutækis þíns.
6. SKYLDUR ÞÍNAR
6.1. Viðhald aðgangs þíns. Móttaka þín á NissanConnect-þjónustunni er háð virkjun á NissanConnect-þjónustunni eins og lýst er að ofan. Þú berð ábyrgð á að viðhalda gildum greiðslumáta fyrir þjónustupakka þinn eftir gildislok upprunalegs þjónustutímabils eða endurnýjaðs þjónustutímabils. Vinsamlegast kynntu þér vefsvæðið okkar til að fá frekari upplýsingar um aðgangsstjórnun.
6.2. Lykilorð/notandaauðkenni. Þú lofar að bera fylla ábyrgð á verndun lykilorðs þíns og notandaauðkennis (látið í té í umboðinu við afhendingu eða látið á annan máta í té til þín eða uppsett af sjálfum/sjálfri þér í samræmi við virkjunarferlið). Hver sá sem hefur lykilorð þitt eða notandaauðkenni getur farið inn á NissanConnect-þjónustuna og hvorki okkur né öðrum þjónustuveitendum ber skylda til að spyrjast fyrir um heimild þess sem notar lykilorð þitt og notandaauðkenni eða aðrar upplýsingar sem nota má til að bera kennsl á aðgang þinn til að óska eftir þjónustu fyrir ökutæki þitt.
6.3. Viðeigandi notkun á þjónustunni. Þú lofar að nota ekki NissanConnect-þjónustuna í neinu sviksamlegu, ólöglegu eða meinyrtu skyni, eða á máta sem truflar ákvæði þjónustu okkar við aðra viðskiptavini okkar. Þú lofar að þú munir ekki misnota eða gera nokkuð sem skaðar rekstur fyrirtækis okkar, þjónustu, orðspor, starfsmenn, aðstöðu eða það sem tilheyrir þjónustuveitendum okkar. Ef þú gerir eitthvað af þessum hlutum samþykkir þú að bera ábyrgð á þeirri upphæð sem aðrir gera kröfu til okkar, að viðbættum kostnaði, sem stafar að öllu eða að hluta af þeirri notkun eða gjörðum þínum.
Þú mátt ekki endurselja, afrita, geyma, endurskapa, dreifa, breyta, birta, gefa út, framkvæma, senda, senda út eða búa til afleitt verk úr efni sem þú færð í gegnum NissanConnect-þjónustuna og þú mátt ekki nota neitt efni sem þú færð í gegnum NissanConnect-þjónustuna í viðskiptalegu skyni.
6.4. Vernd og notkun upplýsinga annarra. Ákveðnar upplýsingar sem þú færð í gegnum NissanConnect-þjónustuna tilheyra okkur, þjónustuveitendunum eða öðrum þriðju aðilum sem veita þær í gegnum okkur. Þær kunna að lúta einum eða fleiri höfundarrétti, vörumerkjum, þjónustumerkjum, einkaleyfum eða annarri lögverndun. Þú lofar að nota ekki neitt efni sem þú færð í gegnum NissanConnect-þjónustuna að undanskildu því sem heimilað er af okkur eða þjónustuveitanda okkar. Þú mátt ekki endurselja neitt af því eða nota í viðskiptalegu skyni. Þú mátt ekki afrita, geyma, endurskapa, dreifa, breyta, birta, gefa út, framkvæma, senda, senda út eða búa til afleitt verk af neinu af því.
6.5. Aðrir notendur eða farþegar ökutækis þíns. ÞÚ BERÐ EIN/N ÁBYRGÐ Á NOTKUN NISSANCONNECT-ÞJÓNUSTUNNAR Í ÖKUTÆKI ÞÍNU, JAFNVEL ÞÓ ÞÚ SÉRT EKKI SÁ AÐILI SEM NOTAR HANA, OG JAFNVEL ÞÓ ÞÚ LÝSIR ÞVÍ YFIR SÍÐAR AÐ NOTKUNIN HAFI EKKI VERIÐ HEIMILUÐ. ÞÚ BERÐ EINNIG EIN/N ÁBYRGÐ Á ÞEIRRI ÞJÓNUSTU SEM ÞÚ ÓSKAR EFTIR, EÐA ÞEIRRI SEM SÁ SEM NOTAR ÖKUTÆKI ÞITT ÓSKAR EFTIR, Í GEGNUM NISSANCONNECT-ÞJÓNUSTUNA. Þú lofar að upplýsa alla notendur og farþega ökutækis þíns um NissanConnect-þjónustuna og eiginleika og takmarkanir kerfisins, skilmála samningsins. Hvorki þjónustuveitendur né við erum skuldbundin til að leita upplýsinga um heimild þess sem notar ökutækið þitt. Ef þú eða ökumaður ökutækis þíns notar NissanConnect-þjónustuna til að fremja glæp eða í öðru óviðeigandi skyni berð þú ábyrgð á því tjóni sem greiðist okkur vegna slíkrar notkunar.
7. SÉRSTAKAR TILKYNNINGAR
7.1. Uppfærslur á hugbúnaði, vélbúnaði og búnaði. NissanConnect-þjónustan felur í sér hugbúnað (þar á meðal hugbúnað ökutækis og hugbúnað sem notaður er af fjarvirknistjórneiningu, höfuðeiningu leiðsögukerfisins) eða efni sem við kunnum að þurfa að breyta öðru hverju. Við gerum þetta úr fjarlægð án þess að tilkynna þér um slíkt. Slíkar breytingar kunna að hafa áhrif á eða eyða gögnum sem þú hefur vistað í NissanConnect-þjónustukerfi ökutækis þíns. Við berum enga ábyrgð á töpuðum gögnum. Þú átt ekki NissanConnect-þjónustuhugbúnaðinn eða færð neinn rétt til að nota eða breyta NissanConnect-þjónustuhugbúnaðinum á eigin spýtur. Kerfi ökutækis þíns fela í sér hugbúnað sem við kunnum að þurfa að breyta öðru hverju. Þú samþykkir að við megum aðstoða þjónustuveitendur til að framkvæma slíkt úr fjarlægð.
7.2. Þjónusta farsímakerfis. Þú hefur engan rétt á farsímanúmeri/-um sem úthlutað er fjarvirknistjórneiningu ökutækis þíns annan en til notkunar í tengslum við NissanConnect-þjónustuna. Þú samþykkir að þú sért ekki í neinu samningstengdu sambandi við farsímafyrirtækið og að þú sért ekki rétthafi þriðja aðila fyrir samning á milli Nissan og farsímafyrirtækisins. Að auki samþykkir þú að farsímafyrirtækið beri enga lagalega, réttláta eða aðra ábyrgð af neinu tagi í garð þín, án tillits til tegund aðgerðar, hvort sem um brot á samningi er að ræða, ábyrgð, gáleysi, skaðabótaskyldu eða annað. Þínar úrbætur eða heildarábyrgð farsímafyrirtækis í tengslum við NissanConnect-þjónustuna, þar á meðal misbrestur á veitingu eða truflun á farsímaþjónustu, er háð ábyrgðarskilmálunum sem lýst er í þessum samningi.
7.3. Tækni og fjarskipti. NissanConnect-þjónustan virkar ekki nema ökutækið þitt sé á stað þar sem netfyrirtæki okkar er með þjónustu. NissanConnect-þjónustan, sem felur í sér staðsetningarupplýsingar um ökutækið þitt, virkar ekki nema gervihnattamerki GPS séu óhindruð, í boði á þeim stað og samrýmanleg vélbúnaði NissanConnect-þjónustunnar.
7.4. Fjarskipti/GPS-breytingar. NissanConnect-þjónustan notfærir sér stafræna og þráðlausa fjarskiptatækni og GPS-tækni sem við höfum ekki stjórn á. Þekkt er að fjarskiptatækni breytist með tímanum sem leiðir til úreldingar ákveðinna fjarskiptaneta. Ef fjarskiptainnviðir, opinbert net eða GPS-tækni sem kerfi NissanConnect-þjónustunnar gerir kröfu til breytist á máta sem leiðir til ósamrýmanleika þessarar tækni við kerfi NissanConnect-þjónustunnar þá kann NissanConnect-þjónustan ekki að virka og við gætum neyðst til að binda endi á NissanConnect-þjónustuna þína. Ef slíkt á sér stað tilkynnum við þér um gildistökudag loka og lýsum rétti okkar og skuldbindingum. Við berum ekki ábyrgð á og veitum enga tryggingu eða ábyrgð varðandi fjarskiptatæknina og GPS sem notað er til að styðja við NissanConnect-þjónustuna. Við berum enga ábyrgð á breytingum sem gerðar eru af þeim sem veita þessi tækni, og neinu tjóni sem verður til sökum þess.
7.5. Efnisveitur. Ákveðnar efnisveitur leggja frekari skilmála og skilyrði á veitta þjónustu (til dæmis skilmála endalegs notanda um leiðsögu- og staðsetningargögn). Með því að nýta þér NissanConnect-þjónustu samþykkirðu einnig að lúta þessum frekari skilmálum og skilyrðum. Nissan lýsir engu yfir varðandi framboð neinna forrita eða efnis sem þú velur þegar þú notar NissanConnect-þjónustuna og ber það ekki ábyrgð á framboði forrita eða efnis sem þér er veitt.
7.6. Kort og leiðsögukerfi. Leiðagögnin sem við látum þér í té eru byggð á þeim kortaupplýsingum sem standa okkur til boða í framleiðsluferlinu, en þau kunna að vera ónákvæm eða ófullgerð þegar þú notar þau í fyrsta sinn. Til dæmis kunna leiðagögn okkar að fela í sér upplýsingar um einstefnugötur, takmarkanir við að beygja, byggingavinnu, árstíðabundna vegi, hjáleiðir eða nýja vegi. Bent gæti verið á að nota veg sem er núna lokaður vegna vegavinnu eða beygju sem er bönnuð með skiltum við vegamótin. Að auki kunna umferð, veður og aðrir atburðir að valda því að vegaaðstæður séu aðrar en sýnt er. Því ættir þú ávallt að beita dómgreind, fylgja umferðar- og vegalögum og leiðbeiningum og meta hvort öruggt sé og löglegt byggt á núverandi umferð, veðri og öðrum aðstæðum að fylgja þeim leiðbeiningum sem veittar eru af NissanConnect-þjónustunni eða leiðsögukerfi ökutækis þíns. Nissan lýsir engu yfir varðandi heilleika eða nákvæmni kortaupplýsinganna sem þér eru veittar aðrar en að þær eru byggðar á nýjustu kortaupplýsingum sem í boði eru fyrir okkur þegar þú gerist áskrifandi að NissanConnect-þjónustunni. Nissan ber ekki ábyrgð á ónákvæmni eða óheilleika þeirra kortagagna sem þér eru látin í té.
7.7. Landafræði og umhverfi. Til staðar eru aðrar aðstæður sem við stjórnum ekki og getum ekki stjórnað sem kunna að hindra okkur í að veita þér NissanConnect-þjónustuna á ákveðnum tíma eða stað, eða sem kunna að draga úr gæðum NissanConnect-þjónustunnar. Dæmi um slíkt eru hæðir, háar byggingar, göng, veður, hönnun rafmagnskerfa og uppbygging ökutækis þíns, tjón á mikilvægum hlutum ökutækis þíns í slysi eða truflun á þráðlausu símakerfi. Nissan ber ekki ábyrgð á eða er ábyrgt fyrir vangetu til að nota NissanConnect-þjónustuna vegna aðstæðnanna að ofan.
7.8. Utan stjórnar okkar. Við berum ekki ábyrgð á töfum eða misbresti á afköstum ef hefði mátt hindra slíkan misbrest eða töf með eðlilegum varúðarráðstöfunum. Að auki berum við ekki ábyrgð ef slíkur misbrestur eða töf orsakast af náttúruöflum eða orsökum sem standa utan okkar eðlilegrar stjórnunar. Dæmi um slíkt eru rafmagnsbilun í almenningsveitu, stríð, aðgerðir yfirvalda, hryðjuverk, borgararóstur, skortur á vinnuafli eða erfiðleikar (án tillits til orsaka), eða búnaðarbilun, þar á meðal búnaðarbilun hvað varðar Internet, tölvu, fjarskipti eða annan búnað.
7.9. Tiltækar upplýsingar. NissanConnect-þjónustan kann að vera takmörkuð við ákveðin landfræðileg svæði þar sem kortagögn og/eða efnisveitur eru í boði á þeim svæðum, sem kunna að vera minni en þær sem standa yfirleitt til boða.
7.9. Heilleiki ökutækis og upplýsingar. Svo hægt sé að nota NissanConnect-þjónustuna verður ökutæki þitt að hafa rafkerfi sem virkar, þar með talið, ef um rafmagnsökutæki er að ræða, viðeigandi hleðslu. Ekki er víst að NissanConnect-þjónustan virki ef þú reynir að bæta við, tengja eða breyta búnaði eða hugbúnaði í ökutækinu þínu (setur til dæmis tæki í samband við rafkerfi ökutækis þíns eða greiningatengi, eða breytir á annan hátt ökutækinu).
8. ÁBYRGÐ
8.1. Engin ábyrgð. Ábyrgðir eru sérstök tegund af fyrirheitum. Takmörkuð ábyrgð ökutækis þíns eða takmörkuð ábyrgð vélbúnaðarframleiðanda (ef við á) felur í sér búnað NissanConnect-þjónustunnar í ökutæki þínu, EN NÆR EKKI YFIR NISSANCONNECT-ÞJÓNUSTUNA EÐA ÞRÁÐLAUSU ÞJÓNUSTUNA. Að auki getum við ekki lofað ótruflaðri eða vandræðalausri þjónustu og getum ekki heitið því að gögnin eða upplýsingarnar sem við veitum þér séu laus við villur. ÖLL GÖGN OG UPPLÝSINGAR ERU VEITT ÞÉR „EINS OG ÞAU KOMA FYRIR“. HVORKI VIÐ, NÉ RÉTTHAFI ÞRIÐJA AÐILA, BERUM NEINA ÁBYRGÐ, BEINA EÐA AFLEIDDA, Á NISSANCONNECT-ÞJÓNUSTUNNI EÐA Á ÞEIM GÖGNUM EÐA UPPLÝSINGUM EÐA ÞJÓNUSTU SEM VEITT ER Í GEGNUM HANA. ÞETTA ÞÝÐIR MEÐAL ANNARS, AÐ ÞVÍ MARKI SEM LEYFILEGT ER LÖGUM SAMKVÆMT, AÐ ENGIN ÁBYRGÐ ER VEITT Á EFNI, GÆÐUM, NÁKVÆMNI, TÍMANLEIKA, HEILLEIKA, RÉTTLEIKA, ÁREIÐANLEIKA, BROTUM, SELJANLEIKA EÐA HÆFILEIKA Í ÁKVEÐNU SKYNI. AÐ ÞVÍ MARKI SEM HEIMILT ER LÖGUM SAMKVÆMT ERU ALLAR SLÍKAR ÁBYRGÐIR UNDANSKILDAR MEÐ ÞESSUM SAMNINGI.
8.2. Ábyrgð. Ekkert í þessum samningi skal takmarka eða útiloka ábyrgð okkar vegna (i) dauðsfalls eða líkamstjóns sem stafar af vanrækslu okkar eða ásetningi; (ii) vítaverðrar vanrækslu, ásetnings, svika eða sviksamlegrar framsetningar; og (iii) annarrar ábyrgðar sem ekki er hægt að útiloka eða takmarka af gildandi lögum, þar á meðal skyldubundin vöruábyrgðarlög. Háð því áðurnefnda berum við ekki ábyrgð á neinu tjóni, ábyrgðum, kröfum eða kostnaði (þar á meðal en ekki takmarkað við lagalegan kostnað og málsvarnar- og sáttagerðarkostnað), hvort sem um er að ræða beinan, óbeinan eða afleiddan, sem hlýst af eða má rekja til ákvæðanna eða notkunar á NissanConnect-þjónustunni, hvernig sem hann orsakast, hvort sem í samningi, skaðabótaskyldu (þar á meðal vanrækslu), lögum eða öðru. Við berum ekki skaðabótaskyldu gagnvart þér fyrir tjón (jafnvel þó það sé fyrirsjáanlegt) sem hlýst af eða í tengslum við notkun á, eða vangetu á að nota, NissanConnect-þjónustuna eða notkun eða traust á NissanConnect-þjónustunni.
Við berum ekki skaðabótaskyldu gagnvart þér eða nokkrum öðrum fyrir tjón sem hlýst af orsökum sem við höfum enga stjórn á. Þetta nær yfir bilun á raf- eða vélarbúnaði, eða fjarskiptalínum (þar á meðal síma, kapli og Interneti), óheimilaða notkun, vírusa, þjófnað, villur stjórnanda, alvarlegt og óvenjulegt veður (þar á meðal flóð, jarðskjálfta, eða aðra ófyrirsjáanleg atburði), bruna, stríð, uppreisn, hryðjuverk, launadeilu eða önnur vandamál tengd vinnuafli, slys, neyðartilvik eða gjörðir yfirvalda. Við berum ekki skaðabótaskyldu gagnvart þér eða nokkrum öðrum fyrir tjón sem orsakast af vírus, dreifðri DoS-árás, eða öðru tæknilega skaðlegu efni sem kann að smita tæki, búnað, forrit, gögn eða annað einkaefni vegna notkunar þinnar á NissanConnect-þjónustunni, vefsvæði okkar eða snjallforritum, eða á vefsvæðum eða snjallforritum sem eru tengd því.
9. Almennt
9.1. Gildandi lög. Að fullu marki sem heimilað er lögum samkvæmt, og að undanskildu því sem beint er lýst á annan máta, stjórnast þessi samningur og deilur sem orsakast af honum eða í tengslum við hann af lögum Íslands án tillits til árekstur hans við lagareglur, og með viðeigandi gjaldskrám, þar sem slíkt er skráð. Þú og við samþykkjum að allar deilur sem orsakast af eða í tengslum við þennan samning eða notkun þína á NissanConnect-þjónustunni skuli lúta dómsvaldi dómstóla Íslands.
9.2. Við getum framselt þessa notkunarskilmála. Við getum framselt þennan samning í heilu lagi eða að hluta til þess sem við kjósum. Þú mátt ekki framselja þessa notkunarskilmála eða skuldbindingar þínar til annars aðila án samþykkis frá Nissan.
9.3. Þetta er allur samningurinn. Þessi samningur (þessir skilmálar og skilyrði og önnur Nissan-skjöl sem sameinuð eru þeim) samanstanda af öllum samningnum á milli þín og okkar. Hann er yfirsterkari öllum öðrum samningum eða yfirlýsingum, munnlegum eða skriflegum, á milli okkar, í fortíðinni eða nútíðinni, og má ekki breyta honum að undanskildu því sem minnst er á í þessum samningi. Ef einhver hluti af þessum samningi er álitinn af dómstólum eða gerðardómsmanni vera ógildur munu aðrir hlutar hans halda áfram að vera aðfararhæfir. Jafnvel eftir að þessum notkunarskilmálum er lokið munu ákvæði þeirra halda áfram að stjórna þeim deilum sem verða til eða í tengslum við hann (nema að í staðinn sé kominn nýr samningur á milli okkar). Hann er einnig bindandi fyrir erfingja þína og arftaka og arftaka okkar. Engin undanþága á neinum hluta þessa samnings, eða á broti gegn honum, gerir kröfu til þess að við veitum undanþágu frá öðru tilviki eða broti. UNDIR ÁKVEÐNUM KRINGUMSTÆÐUM GÆTUM VIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ VEITA ÞÉR ÞJÓNUSTU AF FÚSUM VILJA ÞÓ ÞÚ UPPFYLLIR EKKI ANNARS SKILYRÐIN. SLÍKT ER EKKI UNDANÞÁGA OG GERIR EKKI KRÖFU TIL ÞESS AÐ VIÐ GERUM ÞAÐ AFTUR. ÞÚ SAMÞYKKIR AÐ ÞÚ BERÐ EKKI ÁBYRGÐ Á NEINU ÖÐRU SEM ORSAKAST AF ÁKVÆÐI OKKAR UM SLÍKA ÞJÓNUSTU.
LOK skilmála og skilyrða