Hjálp og aðstoð Stuttur leiðarvísir

NissanConnect kerfið tengir bílinn við snjallsímann þinn, spjaldtölvu eða tölvu svo þú getir alltaf verið í sambandi, sama hvar þú ert. NissanConnect er hlaðið eiginleikum og ört stækkandi lista snjallforrita sem hjálpa þér við að vera tengdari. Ökutæki búin NissanConnect eru með virka 2 ára þjónustu frá kaupdegi ökutækisins. Kerfið virkar með Android- og iOS-tækjum.

Fylgdu þessum einföldu skrefum: Skrá, hala niður, tengja og af stað!

1. Skráning & bæta við bíl

Skráning fer fram á NissanConnect gáttinni fyrir Ísland https://is.nissanconnect.eu/is-is/Account/Register
Búðu til NissanConnect lykilorð (Password). Þú átt að nota sama lykilorð þegar þú notar NissanConnect EV appið.
Þegar búið er að stofna aðganginn þarf að bæta við verksmiðjunúmeri (VIN númer) bílsins við aðganginn.

2. Staðfesta eiganda skráningu

Til að tryggja að „Tengd þjónusta“ sé notuð af þér og engum öðrum er NissanConnect með sitt eigið eftirlit sem staðfestir eignarhald bifreiðarinnar.

3. Veldu þjónustuleið

Veldu NissanConnect þjónustuleið til að fá aðgang að tengiþjónustum bílsins. Þú getur nálgast tengiþjónustur gegnum tölvuna þína. Ef þú vilt nota snjallsímann til þess að tengjast þarftu að fara í næsta skref.

4. Sæktu NissanConnect EV App

Sæktu NissanConnect EV App í snjallsíma þinn (iPhone/Android) í App Store® eða Google Play Store®

Skráðu þig síðan inn á forritið með þínu NissanConnect notendanafni og lykilorði.

5. Tengdu snjallsíma þinn við Nissan-ökutæki þitt

Snjallsímann þarf að tengja við ökutækið í gegnum Bluetooth® eða USB-snúru (iPhone)

6. Skráðu þig inn á NissanConnect EV App

Við fyrstu innskráningu verður þú að nota NissanConnect notendanafn og lykilorð sem þú skráðir þegar þú nýskráðir þig á NissanConnect-gáttinni.

7. Nota tengiþjónustur

Nú getur notað tengiþjónustur með NissanConnect app-inu.